Saturday, August 11, 2007

Ferskt fyrir mér

Búinn að vera að hlusta á nokkur skemtileg bönd seinustu vikur, þetta eru þau 5 sem standa uppúr:
1. Bonde do Role, koma frá Brazilíu (en eru samt ekkert einsog CSS) og ætla að mæta á Airwaves, vúhú. 2 plötusnúðar og söngkona og ef þetta er líkt einhverju sem ég hef hlustað á þá er það helst M.I.A. Held að þetta verði málið í október, hlakka mikið til að kinka kolli í takt við þetta:


2.Au Revoir Simone, 3 stelpur frá New York sem semja tónlist sem er allt annað en frá New York. Búnar að gefa út 2 plötur seinustu 2 ár og eru báðar merkilega góðar:



3.Simian Mobil Disco, svolítið svipað og JUSTICE en samt ekki. Sum lögin þeirra minna mann mikið á Gus Gus. Platan öll rennur vel í gegn en flottustu lögin eru sennilega Its the beat og Hustler:


4. Battles, eflaust allir búnir að hlusta á þá en ég var bara að uppgvöta þá. Ekki alveg búinn að ákveða mig hvort ég fíla þessa plötu eða ekki, sumt er allavega mjög gott á henni, einsog Atlas:


5. Menomena, þetta band er í uppáhaldi í dag. Nýja platan þeirra Friend and Foe er mjög góð. söngvarinn minnir mikið á Damon Albarn. En þeir eru líka hressir live: