Friday, December 12, 2008

Top 10 erlendu plötur ársins 2008

Tv On The Radio - Dear science,
Bon Iver - For Emma, Forever Ago
Shearwater - rook
Mae Shi - Hlllyh
Fleet foxes - Fleet foxes
Cloud Cult - Feel Good Ghosts (Tea-Partying Through Tornadoes)
m83 - Saturdays = Youth
Beck - Modern Guilt
Ladytron - Velocifero
The Kooks - Konk

Saturday, December 6, 2008

Born Ruffians

Fann Born Ruffians á pitchfork um daginn. Þessir strákar eru frá Toronto, Kanada og gáfu út sína fyrstu plötu, Red, Yellow & Bluesnemma á þessu ári. Minnir mig mikið á Clap Your Hands Say Yeah. Mikill ferskleiki og gleði á þessari plötu, sem fær ágætisdóma og alveg þess virði að kíkja á, þótt þeir séu ekki að gera neitt nýtt. Lykillög: I need a life, Foxes Mate for Life, Barnacle Goose, Badonkadonkey.

Thursday, November 20, 2008

Emiliana Torrini

Nýja platan hennar lofar góðu eftir 2 hlustanir. Gun stendur strax uppúr sem eitt það svalasta lag sem ég hef heyrt í langan tíma.

Friday, October 31, 2008

Phosphorescent

Phosphorescent er einsmansband, skipað Mathew Houck. Hann kemur frá Ameríku og semur fallega tónlist. Hef bara hlustað á eina af plötunum hans; Pride sem kom út árið 2007 og verð hreinlega að gefa þessu tvo þumla. Fólk er að bera hann saman við Bob Dylan (nei), Netural Milk Hotel (nei) og Will Oldham (já). Hann er meðal annars að leika sér með strengi, munnhörpu, raddir (þó ekki á sama hátt og hinir sykursætu Fleet Foxes, hér er meira drama og drungi), píanó og tekst að búa til seiðandi ballöður úr þessu öllu saman. Hérna er hann einn með gítar með lagið Wolves af Pride:

Friday, October 24, 2008

Airwaves, dagur 4

Hélt ég myndi aldrei geta valið á milli Hafnarhússins eða Nasa. Að lokum varð Hafnarhúsið fyrir valinu. Þegar ég mætti voru Dikta að byrja sitt program, voru fínir. Flott band, söngvarinn með ótrúlega rödd. Toppurinn var þegar þeir tóku Breaking the Waves með Gordon Brown á skjánum með Ísland í greipum sér.
Næstir voru Boys in A Band. Hafði aldrei séð þá spila en heyrt gott um þá. Þeir voru fínir, kunna að rokka og eiga merkilega góð lög. Verð þó að setja útá fatasmekk þeirra, þeir eru svo sannarlega frá Færeyjum, en það leyfir þeim ekki að vera jafn ósvalir og The Hives eru svalir.
Næst var komið að CSS. Verð að viðurkenna að ég var með gríðarlegar væntingar fyrir þessa tónleika, kannski óraunhæfar, en þetta var nú einu sinni CSS. Fannst þau fara í gegnum þetta með hálfum hug, þetta var einsog hvert annað gig fyrir þau. það voru þrjú lög (Ayala, Lets make love and listen from above og Music is my hot, hot sex) sem björguðu þessu frá því að vera gríðarleg vonbrigði. Annað var algjör meðalmennska.
Endaði kvöldið á Vampire Weekend. Verð að segja að ég reyndi og reyndi að fíla þetta band og korter í Ariwaves hélt ég að þetta væri að koma. En þrjú lög með þeim á sviði voru nóg til að sannfæra mig um að þetta væri ekki að gera sig, fannst þetta bara leiðinlegt og fór heim, þreyttur en þokkalega sáttur, missti allavega ekki af miklu á Nasa skilst mér, maður hefði sennilega bara átt að vera á Tunglinu.

Sunday, October 19, 2008

Airwaves, dagur 3

Föstudagurinn hófst á Organ. Sá Dýrðina spila þar, bandið sem Pitchfork hélt ekki vatni yfir í fyrra. Voru að gera ágætist mót, sjö á sviðinu, þar af tvær söngkonur sem gerði svolítið mikið fyrir bandið. Trommari var ótrúlega flottur. Fór því næst uppá 22 að sjá Yagya spila. Skemmtileg tilbreyting frá rokki & DJ setum seinustu daga. Ætla ekki einu sinni að reyna að skilgreina tónlistina sem hann spilar en þetta var mjög töff hjá honum, flottir taktar og loopur. Því næst var stefnan sett á Tunglið þar sem ég ætlaði að ná Familjen. Þegar ég er búinn að standa í mjög leiðinlegri Airwaves röð í meira en 10 mínútur og loksins að komast inn, kemur einn af Airwaves gaurunum og röflar e-ð um breytta dagskrá og hendir veggspjaldi uppá vegg. Þá var búið að færa Familjen til 00:00 og eyðilagði þetta svolítið kvöldið. Ákvað þarna að fara bara á Nasa og ná Retro Stefson. Húsið var nánast tómt þegar ég mætti á svæðið en um leið og þau byrjuðu að spila fór að bætast í hópinn og fljótlega var húsið smekkfullt. Retro Stefson voru ótrúlega góð, skemmtilega tónlist þar sem ægir saman stefnum úr öllum áttum og myndar skemmtilega heild. Eiginlega ótrúlegt að svona ungir krakkar geti samið svona vandaða tónlist. Næstir á sviðið á Nasa voru These New Puritans. Þarna var mættur á svæðið lélegasti og leiðinlegasti söngvari sem ég hef séð síðan ég sá söngvara The Teenagers syngja "Fuck Nicole" á seinustu Airwaves. Ég er nú yfirleitt mjög umburðalyndur gagnvart söngvurnum sem eru með öðruvísi/léglega rödd en þetta var slæmt. Taktanir hjá þeim voru í mörgum tilfellum mjög flottir og trommarinn flottur og þéttur. Löginn byrjuðu flest vel en náðu sér aldrei almennilega á flug og brotlentu svo um leið og söngvarinn opnaði munninn. Fór út í seinasta laginu og labbaði inní Hafnarhúsið og sá Munich taka eitt lag (skil ekki hvað er varið í þetta band) og keypti bjór í nesti fyrir röðina á Tunglinu.
Beið þar í röð í nákvæmlega 55 mínútur, fékk að heyra góðan part af settinu hjá Familjen þar og snerta rassinn á Kanada manni. Þegar ég loksins komst inn var Gus Gus með DJ set í gangi. Mun þéttari pakki í gangi þarna en á fimmtudeginum í Hafnarhúsinu. Náðu upp góðri stemmningu.
Næst var komið að Simian Mobil Disco (DJ set). Þetta var ágætis DJ sett en ekki mikið meira en það. Spilaði loopur af geisladiskum sem fengu mann til að dansa en ég hefði vilja (og bjóst við) sjá e-ð af SMD lögunum þarna.
Hápunktur kvöldisins: Retro Stefson.

Friday, October 17, 2008

Airwaves dagur 2, hluti 2

Byrjaði kvöldið í Hafnarhúsinu. Var sem betur fer mættur snemma því rétt rúmlega 8 byrjuðu the Mae Shi að spil, um 15 min á undan áætlun. Þessi tónleikar voru fyrsta váið á þessum Airwaves (og vonandi ekki það seinasta). Strákar sem vita alveg hvað þeir eru að gera, spila hrátt rokk og mikil læti í gangi. Voru líka mjög líflegir á sviðinu og leyfðu áhorfendum að vera með. Spiluðu í um 30 mínútur og í þessar 30 mínútur voru þeir besta band í heimi.
Næst var það Florence & the Machine. Þessi stelpa getur svo sannarlega sungið og tónlistin alveg hin hressasta. Þjóðlagaskotið popp rokk ef ég á að skilgreina þetta (hraðari lögin minntu mig á sons and daughters).

Fuck Buttons voru næstir á svið. Því miður þá er nafnið það eina svala við þetta bandi. Full einhæft og endurtekningasamt fyrir minn smekk, ekki mikið að gerast. Fannst einsog öll lögin væru e-ð sem væri kennt í raftónlist 101.

Svo var komið að GusGus. Þeir eru alltaf jafn svalir og komast einhvern veginn upp með allt. Voru flottir og skemmtilegir en stemmingin var samt einhvern vegin ekki alveg jafn brjáluð og maður hefði viljað, m.v. Gusgus a.m.k.

Ákvað að stinga af í seinasta laginu þeirra og fara yfir á Tunglið til að sjá FM Belfast sem ég hafði aldrei sé spila áður. Þau eru hress og með ótrúlega töff sviðsframkomu og nærveru. Skemmtilegur endir á skemmtilegu kvöldi.

Thursday, October 16, 2008

Airwaves dagur 2

Fór og hlustaði á El Perro del Mar í hádeginu í Norræna húsinu. Þarna var hún bara með gítar og píanó og einn gítarleikar sér til aðstoðar. Þetta voru fínir tónleikar, tókst allavega að týna mér í tónlistinni hennar og röddin hennar lætur mann gleyma öllum áhyggjum sem maður kann að hafa. Kannaðist við flest lögin sem hún spilaði, persónulega fannst mér Inner Island flottast hjá henni.

Airwaves dagur 1

Sökum tíma- og skipulagsleysi (og svo voru gömul Airwaves raðirnar mættar fyrir utan Tunglið þegar að Hjaltalín var að spila þar) sá ég bara eitt banda fyrsta kvöldið á Airwaves. Fór á Hressó og horfði á Mammút. Þau sigruðu Músíktilraunir 2004, fyrir heilum 4 árum síðan. Því er í raun skammarlegt að segja frá því að þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá þau spila. Stóðu sig vel, þó svo að Hressó sé örugglega versti tónleikastaður sem ég farið á og hljóðið þarna inn engan veginn nógu gott. Tók lögin þrjú sem hafa verið í spilun af nýju plötunni í bland við lög sem ég hafi ekki heyrt áður. Allt saman fjölbreytileg lög og flottar fléttur sem halda manni á tánum og grípa mann strax við fyrstu hlustun. Í raun mjög góð byrjun á Airwaves 2008.

Sunday, October 12, 2008

Airwaves band: The Young Knives

Þessir þrír strákar er búnir að vera að síðan 1998 þó það hafi ekki farið mikið fyrir þeim fyrstu árin. Búnir að gefa út þrjár alvöru plötur, Voices of Animals and Men (2006), ...Are Dead... And Some (2007) og superabundance (2008). Búinn að renna nokkru sinnum í gegnum nýju plötuna og hún er svona líka hress, undir greinilegum áhrifum frá Gang of Four. Flott pönkrokk sem maður reynir að sjá á Airwaves.
Lykillög: Turn Tail, Terra Frima, Counters.

Saturday, October 4, 2008

Airwaves band: Familjen

Familjen er eins manns hljómsveit Svíans Johan T Karlsson. Hann er töffari og hefur gefið út eina plötu, Det Snurrar I Min skalle, og eftir tvær umferðir í gegnum plötuna þá var Familjen komin á must see listann fyrir AirWaves. Titillag plötunnar grípur mann strax og verð ég að viðurkenna að ég er búinn að hlusta á það ansi oft og hefur lagið (og myndbandið) fengið flotta dóma og umfjöllun. Platan er hinsvegar miklu meira en þetta eina lag og eru þarna lög sem krefjast meira hlustunar áður en að maður grípur þau. Finnst einsog hann sé svolítið að prófa sig áfram (fer úr einföldu euro popi yfir í hressandi tölvuleikja takta í Det Vet Du), lögin eru skemmtilega ólík og hann virðist alveg komast upp með þessa tilraunastarfssemi og eiga mjög auðvelt með að búa til góða takta. Hann virðist vera að heilla fleiri en mig og var m.a. að hita upp fyrir Ladytron í Ástralíu nýlega. Hann ku koma fram með vini sínum Andreas Tilliander sem hjálpar honum að ýta á takka á sviðinu.

Sunday, September 28, 2008

Airwaves band: Yelle

Yelle er frönsk electro-pop-hip hop gella, fædd 1983, sem er búin að gefa út eina plötu, Pop Up. Tókst nú ekki að finna neina almennilega dóma um plötuna en við fyrst hlustun lofar hún góðu, engin gargandi snilld s.s. og ekkert nýtt, bara gott. Það sem grípur mann fyrst á plötunni: A Cause Des Garcons, Je Veux Te Voir og Ce Jeu.

Monday, September 22, 2008

SexyBack

Þetta er sennilega ein af flottari ábreiðum sem ég hef heyrt. Rock Plaza Central að taka Sexy Back með JT.

Sunday, September 14, 2008

TVOTR

Man þegar að ég hlustað á þetta band fyrst. Það var 2004 þegar þeir voru nýbúnir að gefa út plötuna Desperate Youth, Blood Thirsty Babes. Það er ekki bara e-ð eitt við þetta band sem grípur mann, heldur hefur þetta band svo margar víddir að það er eiginlega ósanngjarnt gagnvart öðrum böndum; röddin hans Tunde Adebimpe, hversu hráir þeir eru og óútreiknanlegir, hæfileiki þeirra til að hrista falleg lög fram úr erminni, þessi takturinn, fjölbreytileiki (young liars, wolf like me)... Enn þann dag í dag er Desperate Youth, Blood Thirsty Babes ein af mínum uppáhalds plötum og TVOTR eitt af mínum allra allra uppáhalds böndum. Því er það mikil gleði fyrir mig að fá í hendurnar (inná ipodinn minn) nýju plötuna þeirra Dear Science,. Hún virðist hafa míglekið útá netið því hún á ekki að koma út fyrren 23.sept en maður er strax farinn að lesa dóma um hana hjá hinum og þessum tónlistarbloggurum. Ætla að reyna að mynda mér mína eigin skoðun á þessari plötu (einsog maður á alltaf að gera) og hún á eflaust eftir að fara í marga hringi á ipodnum á næstu dögum.

Saturday, August 23, 2008

Airwaves band: Crystal Castles

Crystal Castles (nafnið á bandinu er víst komið úr ævintýrum She-Ra sem allir ættu að þekkja og þetta er líka nafn á gömlum spilakassatölvuleik); spila indie/electro og nota mikið af tölvuleikjahljóðum í tónlistinni sinni. Eftir því sem ég best veit þá hefur þessi duo frá Toronto gefið út eina EP (Alice Practice) plötu og eina LP (Crystal Castles). EP platan er fjögra laga og grípur mann strax, og þá sérstaklega titillag plötunnar. Platan Crystal Castles hefur fengið ágætis dóma víða á veraldarvefnum (metacritic, allmusic, pitchfork) og lofar góðu við fyrstu hlustun. Þau virðist líka fá góða dóma fyrir tónleika sína en hugsa að þetta verða annaðhvort eða tónleikar, sem maður verður að passa sig á að fara ekki með of miklar væntingar á.
Hlusta á last.fm

Wednesday, August 20, 2008

Ladytron

Sá þetta band spila á annars lélegri Reykjavík Tropic hátíð árið 2006. Hafði ekkert heyrt í þeim þá en þau komu skemmtilega á óvart. Væri alveg til í að sjá þau aftur live en læt mér nægja (í bili) að hlusta á nýju plötuna þeirra, Velocifero. Lagði Black Cat grípur mann strax.

Saturday, August 16, 2008

Afhverju?

Verð að viðurkenna að ég skil ekki lofið sem Vampire Weekend eru að fá fyrir samnefnda frumraun sína. Þess vegna voru það viss vonbrigði þegar ég frétti að þeir yrðu eitt af stóru númerunum á Airwaves í ár. Kannski á ég eftir að ná þessu bandi áður en þeir stíga á svið í Reykjavík en einsog staðan er í dag þá er þetta band ekki á lista yfir þau bönd sem ég ætla að sjá á Airwaves. Þetta band verður hinsvegar á þeim lista ef að orðrómurinn um að þeir mæti hingað er réttur.


Wolf Parade/Sunset Rubdown/Swan Lake/Handsome Furs.

Sunday, August 10, 2008

Afhverju eru ekki allir að hlusta á..

Shearwater? Afhverju er ég ekki löngu búinn að uppgvöta þetta band? Þeir hafa verið að síðan 2000 og búnir að gefa út 5 plötur. Nýja platan þeirra, Rook, er með því ferskara sem ég hef heyrt í langan tíma. Platan er þung og dimmi og söngurinn einstakur og þunglyndislegur.

Fyrir þá sem fíla Okkervil River, þá er þetta eiginlega algjör andstaða, hamingja og gleði, verður þunglyndi og depurð. En afhverju er ég þá að bera þessi bönd saman? Jú, tveir af meðlimum Okkvervil River (Will Sheff og Jonatan Meiburg) eru einmitt í Shearwater.

Thursday, July 10, 2008

Cloud Cult

Það er erfitt að skilgreina tónlistina sem Cloud Cult spila. Þess vegna ætla ég að sleppa því. Tónlistin er allavega áhugaverð, þó ég hafi þurfti þónokkrar hlustanir á nýjustu plötu þeirra Feel Good Ghost (Tea-Partying Through Tornadoes) til að taka hana í sátt þá var það algjörlega þess virði. Platan fer svolítið úr einu í annað og lítið flæði í henni, lögin ólík og mörg laganna mjög sterk og dramatísk. Þeir hafa gefið út 5 plötur og hefur sú nýjasta fengið mesta athygli frá mér en nokkuð viss um að ég mun skoða hinar með tíð og tíma.


Sunday, July 6, 2008

konk

Ég setti Konk á áðan og lofaði sjálfum mér að hlusta bara á eitt eða tvö lög en áður en ég vissi var ég búinn að hlusta á alla plötuna. Ég ætti sennilega ekki að gera þetta (ég ætti ekki einu sinni að vera að hlusta á The kooks) en ætla samt... Konk með The Kooks er góð plata. Hress og flott plata með mikið að grípandi lögum. Svo sem ekki mikil breyting frá fyrstu plötunni, hrár hávær gítar, einfaldar trommur og grípandi viðlög og bara vel af sér vikið a.m.k. m.v. plötu tvö hjá mörgum öðrum böndum (t.d. Arctic monkeys, Bloc party).
Tvö lög af plötunni, Do You Wanna og svo One last time:

Friday, May 23, 2008

Föstudags

-2007:


-2008:


-Þunglyndi og meira meik:

Friday, May 16, 2008

Föstudags

-Eróbik:


-Britpop:

-Eðall:

Thursday, April 24, 2008

2+1

Búinn að hlusta mikið á Jason Collett seinustu daga. Plata hans Here's to being here er barasta nokkuð góð og eftir nokkrar hlustanir er það Not Over you sem stendur uppúr. Sumir segja kannski að þetta sé klisjukennd ballaða, en það eru bara sumir.


Rakst fyrir tilviljun á þetta lag með Colin Meloy, We both go down togeather. Ég öfunda þá sem hafa ekki hlustað á hann eða The Decemberists.



Og ef þið viljið party og dansa uppá borðum þá er With a Heavy Heart með Does it offend you málið. Fan myndband ársins.