Thursday, July 10, 2008

Cloud Cult

Það er erfitt að skilgreina tónlistina sem Cloud Cult spila. Þess vegna ætla ég að sleppa því. Tónlistin er allavega áhugaverð, þó ég hafi þurfti þónokkrar hlustanir á nýjustu plötu þeirra Feel Good Ghost (Tea-Partying Through Tornadoes) til að taka hana í sátt þá var það algjörlega þess virði. Platan fer svolítið úr einu í annað og lítið flæði í henni, lögin ólík og mörg laganna mjög sterk og dramatísk. Þeir hafa gefið út 5 plötur og hefur sú nýjasta fengið mesta athygli frá mér en nokkuð viss um að ég mun skoða hinar með tíð og tíma.


Sunday, July 6, 2008

konk

Ég setti Konk á áðan og lofaði sjálfum mér að hlusta bara á eitt eða tvö lög en áður en ég vissi var ég búinn að hlusta á alla plötuna. Ég ætti sennilega ekki að gera þetta (ég ætti ekki einu sinni að vera að hlusta á The kooks) en ætla samt... Konk með The Kooks er góð plata. Hress og flott plata með mikið að grípandi lögum. Svo sem ekki mikil breyting frá fyrstu plötunni, hrár hávær gítar, einfaldar trommur og grípandi viðlög og bara vel af sér vikið a.m.k. m.v. plötu tvö hjá mörgum öðrum böndum (t.d. Arctic monkeys, Bloc party).
Tvö lög af plötunni, Do You Wanna og svo One last time: