Það er erfitt að skilgreina tónlistina sem Cloud Cult spila. Þess vegna ætla ég að sleppa því. Tónlistin er allavega áhugaverð, þó ég hafi þurfti þónokkrar hlustanir á nýjustu plötu þeirra Feel Good Ghost (Tea-Partying Through Tornadoes) til að taka hana í sátt þá var það algjörlega þess virði. Platan fer svolítið úr einu í annað og lítið flæði í henni, lögin ólík og mörg laganna mjög sterk og dramatísk. Þeir hafa gefið út 5 plötur og hefur sú nýjasta fengið mesta athygli frá mér en nokkuð viss um að ég mun skoða hinar með tíð og tíma.
Thursday, July 10, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment