Saturday, August 23, 2008

Airwaves band: Crystal Castles

Crystal Castles (nafnið á bandinu er víst komið úr ævintýrum She-Ra sem allir ættu að þekkja og þetta er líka nafn á gömlum spilakassatölvuleik); spila indie/electro og nota mikið af tölvuleikjahljóðum í tónlistinni sinni. Eftir því sem ég best veit þá hefur þessi duo frá Toronto gefið út eina EP (Alice Practice) plötu og eina LP (Crystal Castles). EP platan er fjögra laga og grípur mann strax, og þá sérstaklega titillag plötunnar. Platan Crystal Castles hefur fengið ágætis dóma víða á veraldarvefnum (metacritic, allmusic, pitchfork) og lofar góðu við fyrstu hlustun. Þau virðist líka fá góða dóma fyrir tónleika sína en hugsa að þetta verða annaðhvort eða tónleikar, sem maður verður að passa sig á að fara ekki með of miklar væntingar á.
Hlusta á last.fm

Wednesday, August 20, 2008

Ladytron

Sá þetta band spila á annars lélegri Reykjavík Tropic hátíð árið 2006. Hafði ekkert heyrt í þeim þá en þau komu skemmtilega á óvart. Væri alveg til í að sjá þau aftur live en læt mér nægja (í bili) að hlusta á nýju plötuna þeirra, Velocifero. Lagði Black Cat grípur mann strax.

Saturday, August 16, 2008

Afhverju?

Verð að viðurkenna að ég skil ekki lofið sem Vampire Weekend eru að fá fyrir samnefnda frumraun sína. Þess vegna voru það viss vonbrigði þegar ég frétti að þeir yrðu eitt af stóru númerunum á Airwaves í ár. Kannski á ég eftir að ná þessu bandi áður en þeir stíga á svið í Reykjavík en einsog staðan er í dag þá er þetta band ekki á lista yfir þau bönd sem ég ætla að sjá á Airwaves. Þetta band verður hinsvegar á þeim lista ef að orðrómurinn um að þeir mæti hingað er réttur.


Wolf Parade/Sunset Rubdown/Swan Lake/Handsome Furs.

Sunday, August 10, 2008

Afhverju eru ekki allir að hlusta á..

Shearwater? Afhverju er ég ekki löngu búinn að uppgvöta þetta band? Þeir hafa verið að síðan 2000 og búnir að gefa út 5 plötur. Nýja platan þeirra, Rook, er með því ferskara sem ég hef heyrt í langan tíma. Platan er þung og dimmi og söngurinn einstakur og þunglyndislegur.

Fyrir þá sem fíla Okkervil River, þá er þetta eiginlega algjör andstaða, hamingja og gleði, verður þunglyndi og depurð. En afhverju er ég þá að bera þessi bönd saman? Jú, tveir af meðlimum Okkvervil River (Will Sheff og Jonatan Meiburg) eru einmitt í Shearwater.