Sunday, August 10, 2008

Afhverju eru ekki allir að hlusta á..

Shearwater? Afhverju er ég ekki löngu búinn að uppgvöta þetta band? Þeir hafa verið að síðan 2000 og búnir að gefa út 5 plötur. Nýja platan þeirra, Rook, er með því ferskara sem ég hef heyrt í langan tíma. Platan er þung og dimmi og söngurinn einstakur og þunglyndislegur.

Fyrir þá sem fíla Okkervil River, þá er þetta eiginlega algjör andstaða, hamingja og gleði, verður þunglyndi og depurð. En afhverju er ég þá að bera þessi bönd saman? Jú, tveir af meðlimum Okkvervil River (Will Sheff og Jonatan Meiburg) eru einmitt í Shearwater.

No comments: