Sunday, September 14, 2008

TVOTR

Man þegar að ég hlustað á þetta band fyrst. Það var 2004 þegar þeir voru nýbúnir að gefa út plötuna Desperate Youth, Blood Thirsty Babes. Það er ekki bara e-ð eitt við þetta band sem grípur mann, heldur hefur þetta band svo margar víddir að það er eiginlega ósanngjarnt gagnvart öðrum böndum; röddin hans Tunde Adebimpe, hversu hráir þeir eru og óútreiknanlegir, hæfileiki þeirra til að hrista falleg lög fram úr erminni, þessi takturinn, fjölbreytileiki (young liars, wolf like me)... Enn þann dag í dag er Desperate Youth, Blood Thirsty Babes ein af mínum uppáhalds plötum og TVOTR eitt af mínum allra allra uppáhalds böndum. Því er það mikil gleði fyrir mig að fá í hendurnar (inná ipodinn minn) nýju plötuna þeirra Dear Science,. Hún virðist hafa míglekið útá netið því hún á ekki að koma út fyrren 23.sept en maður er strax farinn að lesa dóma um hana hjá hinum og þessum tónlistarbloggurum. Ætla að reyna að mynda mér mína eigin skoðun á þessari plötu (einsog maður á alltaf að gera) og hún á eflaust eftir að fara í marga hringi á ipodnum á næstu dögum.

No comments: