Var mættur snemma í bæinn því það átti ekki að missa af neinu. Kannski aðeins of snemma því þegar ég labbaði inní Hafnarhúsið voru 10 starfsmenn þar inni og enginn annar. Reif því upp dagsskránna og ákvað að finna eitthvað spennandi til að drepa tímann þanngað til að Loney, Dear átti að byrja. Trölti því yfir á Organ þar sem Búdrýgindi áttu að spila. Það voru 12 manns þar inn, þar af 3 starfsmenn og virtist söngvarinn vera of góður til að spila fyrir svona fáa, þeir unnu jú músíktilraunir árið 2002 og eiga því skilið meiri virðingu en þetta. Þeir eru annars fínir hljómfæraspilara og eiga ágætist spretti en þetta er ekki tónlist sem heillar mig mikið og sennilega hafa þeir náð hátindinum með Sigga-la-fó.
Rölti því til baka yfir í Hafnarhúsið og núna voru aðeins fleiri mættir þó ekki eins margir og ég bjóst við. Loney, Dear byrjaði að spila. Fyrsta sem maður tekur eftir er röddin hans sem er alveg ótrúlega sérstök en virðist samt fullkomlega við þessa ballöðu-folk tónlist sem hann semur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hlustaði eitthvað af ráði á hann, þess vegna virkuðu sum lögin kannski svolítið lík, en þau fáu sem ég hafði heyrt áður (saturday waits, I am John) skáru sig úr og hljómuðu mjög vel í Hafnarhúsinu og ekki laust við að maður dillaði sér í takt.
Trentmöller in Conert var næstur á svið. Þessi tónlist er ekki alveg mín, en þarna var hann með techno græjurnar sínar sem Gunni Ewalk myndi slefa yfir og svo með trommara og bassaleikara með sér.
Þetta kom mjög vel út og þau lög sem ég hlustaði á voru töff og náði hann upp ágætis stemmningu. Ákvað hinsvegar að stinga af á miðjum tónleikunum og fara yfir á Gaukinn og sjá Reykjavík! Þetta voru snilldar tónleikar, krafturinn var ógurlegur í þessum strákum og skemmtileg sviðsframkoma. Hápunkti kvöldsins var sennilega náð þegar þeir tóku FlyBus. Deerhoof voru næst á svið. Hef aðeins hlustað á þetta band og þau hafa ekki heillað mig neitt sérstaklega. Það sama var uppi á teningnum þetta kvöld og fór ég því snemma af Gauknum yfir á NASA til að reyna að ná restinni af Motion Boys og Gus Gus. Sá þrjú lög með Motion Boys sem væru sennilega uppáhalds íslenska bandið mitt í dag ef ekki værir fyrir Reykjavík!. Tónlistin þeirra er samt ótrúlega skemmtilega 80's og slagaravæn. Minna mig á blöndum af Wham og the Rapture. Motion Boys voru búnir að ná upp fínni stemmningu þegar að Gus Gus komu á sviði. Þau renndu í gengum allt nýja efnið sitt af Forever og allir hoppuðu kátir og glaðir nema sumir sem stóðu bara og kinkuðu kolli í takt. Eftir að þeir tóku David af Attention var kominn tími til að fara heim eftir gott Airwaves föstudagskvöld.
Tuesday, October 23, 2007
Thursday, October 18, 2007
Airwaves, part 2
Kvöldið hófst á NASA á slaginu 8. Fyrst á svið voru Slow Club. Strákur á kassagítar og stelpa sem spilar á heimatilbúið trommusett, voru nokkuð hress. Spila svona gleði krakka indie tónlist. Á eftir þeim komu Best Fwends. Tveir vinir sem að spila á ipod nano (gömul tegundina, sýndist mér). Þegar þeir voru búnir var ég ekki alveg viss hvað hefði gerst, og hvort ég hefði fílað það eða hatað. Þeir byrjuðu á því að fækka fötum og setjast svo niður og spjalla saman á meðan 2 fyrstu lögin runnu rólega í gegnum ipodinn. Hélt á tímabili að það væri eitthvað grín í gangi. Svo hófst sjóið, þeir renndu í gegnum nokkur lög, flest öll innan við 2 mínútur, kröftug og hrá. Stundum voru þeir að reyna of mikið að vera svalir en svona eftir á þá voru þeir bara nokkuð góðir en hefðu mátt hætta fyrr. Bestu lögin voru sennilega Dump in the dark og Skate or Live. Á eftir þeim kom íslenska bandi Retro Stefson á svið. Þetta eru allt ungir krakkar úr Austurbæjarskóla sem spila nokkuð hressa tónlist sem er kannski með smá kúbönsku ívafi. Sum laganna voru góð en hin voru tiltölulega flöt og skildu lítið eftir sig. Fannst söngvarinn líka svolítið óskýr þannig að ég náði ekki alltaf textunum sem er miður því ég væri til í að vita hvað 16 ár krakkar á Íslandi syngja um í dag. Næstir í röðinni voru The Teenagers sem eru sennilega frægastir fyrir að eiga lag um Scarlett Johansson og Fuck Nicol sem hefur fengið spilun í útvarpi hérna heima. Það var því húsfyllir á NASA þegar strákarnir komu uppá sviðið. Verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum, flest lögin flöt og öll mjög lík og svo er söngvarinn bara lélegur, að a.m.k. mitt álit á honum. Eftir The Teenagers fækkaði heldur í salnum og ljóst að fólk var að drífa sig í Listasafnið að sjá Grizzly Bear. Ég ákvað að vera ekkert að athuga hvað þetta hype í kringum Grizzly Bear snérist um og varð eftir og horfið á Friendly Fiers. Erfitt að lýsa þessari tónlist, blanda af soul, r&b og techno stendur einhverstaðar, mér fannst þetta einkennast af flottum töktum og kúabjölluhljómum, sennilega svolítið post punk. Þessir strákar stálu kvöldinu með ótrúlegri frammistöðu. Spiluðu um sjö lög ef ég man rétt og hvert öðru betra. Munurinn á þessu bandi og öðru böndum sem maður hefur sé hingað til á Airwaves var mjög mikill, öll spilamennska miklu betri og þéttari og í raun af allt öðru leveli. Söngvarinn var líka góður og voru þeir einkar hressir á sviði, allir saman. Held að þetta sé band sem maður eigi eftir að heyra frá í framtíðinni.
Endaði svo kvöldið á að hlusta á Late of the Pier. Þeir eru nokkuð ferskir og frumlegir, að gera skemmtilega hluti.
Endaði svo kvöldið á að hlusta á Late of the Pier. Þeir eru nokkuð ferskir og frumlegir, að gera skemmtilega hluti.
Wednesday, October 17, 2007
Airwaves, part 1
Byrjaði kvöldið á NASA. Sá hana Elizu fara í gegnum allt prógramið sitt. Ekkert slæmt en ekkert frumlegt þar, hún á reyndar eitt mjög gott lag (empire fall) en meira er það ekki. Ég man ekki hvort hún tók þetta lag, segir kannski hversu eftirminnileg hún er. Næsta á svið voru Smoosh. Mikið hype í kringum þessar smástelpur. Vissulega gaman að sjá svona litlar stelpur spila á stór hljómfæri en þetta var engin snilld, bara ágæt. Hápunktinum náð með Bloc party ábreiðunni This Modern Love en eftir það stakk ég af til að sjá Múgsefjun spila á Organ. Sá þá taka þrjú lög og verð að segja að ég var mjög hrifinn, sennilega vegna þess að ég er mikill Folk Rock aðdáandi. Fannst þeir vera undir sterkum áhrifum frá the decemberists sem skemmir ekki fyrir. Hafi aldrei heyrt um þá fyrren núna fyrir Airwaves en mun eflaust fylgjast betur með þeim í framtíðinni. Næstir á svið á Organ voru Solid Gold. Þeir stóðust allar væntingar sem voru gerðar til þeirra. Mörg af lögunum þeirra voru góð en samt var einsog það hafi vantað loka smiðshöggið á þau. Svalir gaurar sem draga að sér svalar grúppíur. Áður en ég fór heim ákvað ég að gefa The Zuckakis Mondeyano Project (1 DJ og 2 MC-ar) tækifæri. Sá ekki eftir því, aldrei séð eins svartann mann með stráhatt og í sebra v-hálsmáls vesti. Nokkrir góðir taktar frá þeim og ég fór heim með bros á vör.
Saturday, October 6, 2007
Meira frá Kanada: Sunset Rubdown
Spencer Krug er sniðugur strákur. Þegar hann er ekki að lemja á hljómborðið með Wolf Parade þá er hann að semja tónlist með Sunset Rubdown. Skilst að þetta hafi byrjað sem sóló verkefni hans en í dag er þetta fullvaxta hljómsveit. Þau er búin að gefa út 2 plötur á jafn mörgum árum, seinast Random Spirit Lover núna í maí. Þessi tónlist á ekki mikið sameiginlegt með því sem Wolf Parade er að gera og ég veit ekki alveg hvað er hægt að líkja þessu við en persónulega finnst mér að Spencer ætti að leika sér meira með Sunset Rubdown krökkunum.
Monday, October 1, 2007
Tónlist líðandi stundar
Rock Plaza Central. Þeir eru frá Kanada (þú bjóst ekki við þessu) og eru svona líka hressir. Búnir að gefa út ein plötu sem heitir Are We not Horses?. Platan er þema plata og fjallar um sexfætta þjarka (e. robot) sem lenda í baráttu milli góðs og ills. Minna mig helst á Neutral Milk Hotel. Held að þetta sé með því ferskara sem ég hef heyrt á þessu ári.
Saturday, August 11, 2007
Ferskt fyrir mér
Búinn að vera að hlusta á nokkur skemtileg bönd seinustu vikur, þetta eru þau 5 sem standa uppúr:
1. Bonde do Role, koma frá Brazilíu (en eru samt ekkert einsog CSS) og ætla að mæta á Airwaves, vúhú. 2 plötusnúðar og söngkona og ef þetta er líkt einhverju sem ég hef hlustað á þá er það helst M.I.A. Held að þetta verði málið í október, hlakka mikið til að kinka kolli í takt við þetta:
2.Au Revoir Simone, 3 stelpur frá New York sem semja tónlist sem er allt annað en frá New York. Búnar að gefa út 2 plötur seinustu 2 ár og eru báðar merkilega góðar:
3.Simian Mobil Disco, svolítið svipað og JUSTICE en samt ekki. Sum lögin þeirra minna mann mikið á Gus Gus. Platan öll rennur vel í gegn en flottustu lögin eru sennilega Its the beat og Hustler:
4. Battles, eflaust allir búnir að hlusta á þá en ég var bara að uppgvöta þá. Ekki alveg búinn að ákveða mig hvort ég fíla þessa plötu eða ekki, sumt er allavega mjög gott á henni, einsog Atlas:
5. Menomena, þetta band er í uppáhaldi í dag. Nýja platan þeirra Friend and Foe er mjög góð. söngvarinn minnir mikið á Damon Albarn. En þeir eru líka hressir live:
1. Bonde do Role, koma frá Brazilíu (en eru samt ekkert einsog CSS) og ætla að mæta á Airwaves, vúhú. 2 plötusnúðar og söngkona og ef þetta er líkt einhverju sem ég hef hlustað á þá er það helst M.I.A. Held að þetta verði málið í október, hlakka mikið til að kinka kolli í takt við þetta:
2.Au Revoir Simone, 3 stelpur frá New York sem semja tónlist sem er allt annað en frá New York. Búnar að gefa út 2 plötur seinustu 2 ár og eru báðar merkilega góðar:
3.Simian Mobil Disco, svolítið svipað og JUSTICE en samt ekki. Sum lögin þeirra minna mann mikið á Gus Gus. Platan öll rennur vel í gegn en flottustu lögin eru sennilega Its the beat og Hustler:
4. Battles, eflaust allir búnir að hlusta á þá en ég var bara að uppgvöta þá. Ekki alveg búinn að ákveða mig hvort ég fíla þessa plötu eða ekki, sumt er allavega mjög gott á henni, einsog Atlas:
5. Menomena, þetta band er í uppáhaldi í dag. Nýja platan þeirra Friend and Foe er mjög góð. söngvarinn minnir mikið á Damon Albarn. En þeir eru líka hressir live:
Subscribe to:
Posts (Atom)