Kvöldið hófst á NASA á slaginu 8. Fyrst á svið voru Slow Club. Strákur á kassagítar og stelpa sem spilar á heimatilbúið trommusett, voru nokkuð hress. Spila svona gleði krakka indie tónlist. Á eftir þeim komu Best Fwends. Tveir vinir sem að spila á ipod nano (gömul tegundina, sýndist mér). Þegar þeir voru búnir var ég ekki alveg viss hvað hefði gerst, og hvort ég hefði fílað það eða hatað. Þeir byrjuðu á því að fækka fötum og setjast svo niður og spjalla saman á meðan 2 fyrstu lögin runnu rólega í gegnum ipodinn. Hélt á tímabili að það væri eitthvað grín í gangi. Svo hófst sjóið, þeir renndu í gegnum nokkur lög, flest öll innan við 2 mínútur, kröftug og hrá. Stundum voru þeir að reyna of mikið að vera svalir en svona eftir á þá voru þeir bara nokkuð góðir en hefðu mátt hætta fyrr. Bestu lögin voru sennilega Dump in the dark og Skate or Live. Á eftir þeim kom íslenska bandi Retro Stefson á svið. Þetta eru allt ungir krakkar úr Austurbæjarskóla sem spila nokkuð hressa tónlist sem er kannski með smá kúbönsku ívafi. Sum laganna voru góð en hin voru tiltölulega flöt og skildu lítið eftir sig. Fannst söngvarinn líka svolítið óskýr þannig að ég náði ekki alltaf textunum sem er miður því ég væri til í að vita hvað 16 ár krakkar á Íslandi syngja um í dag. Næstir í röðinni voru The Teenagers sem eru sennilega frægastir fyrir að eiga lag um Scarlett Johansson og Fuck Nicol sem hefur fengið spilun í útvarpi hérna heima. Það var því húsfyllir á NASA þegar strákarnir komu uppá sviðið. Verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum, flest lögin flöt og öll mjög lík og svo er söngvarinn bara lélegur, að a.m.k. mitt álit á honum. Eftir The Teenagers fækkaði heldur í salnum og ljóst að fólk var að drífa sig í Listasafnið að sjá Grizzly Bear. Ég ákvað að vera ekkert að athuga hvað þetta hype í kringum Grizzly Bear snérist um og varð eftir og horfið á Friendly Fiers. Erfitt að lýsa þessari tónlist, blanda af soul, r&b og techno stendur einhverstaðar, mér fannst þetta einkennast af flottum töktum og kúabjölluhljómum, sennilega svolítið post punk. Þessir strákar stálu kvöldinu með ótrúlegri frammistöðu. Spiluðu um sjö lög ef ég man rétt og hvert öðru betra. Munurinn á þessu bandi og öðru böndum sem maður hefur sé hingað til á Airwaves var mjög mikill, öll spilamennska miklu betri og þéttari og í raun af allt öðru leveli. Söngvarinn var líka góður og voru þeir einkar hressir á sviði, allir saman. Held að þetta sé band sem maður eigi eftir að heyra frá í framtíðinni.
Endaði svo kvöldið á að hlusta á Late of the Pier. Þeir eru nokkuð ferskir og frumlegir, að gera skemmtilega hluti.
Thursday, October 18, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment