Byrjaði kvöldið á NASA. Sá hana Elizu fara í gegnum allt prógramið sitt. Ekkert slæmt en ekkert frumlegt þar, hún á reyndar eitt mjög gott lag (empire fall) en meira er það ekki. Ég man ekki hvort hún tók þetta lag, segir kannski hversu eftirminnileg hún er. Næsta á svið voru Smoosh. Mikið hype í kringum þessar smástelpur. Vissulega gaman að sjá svona litlar stelpur spila á stór hljómfæri en þetta var engin snilld, bara ágæt. Hápunktinum náð með Bloc party ábreiðunni This Modern Love en eftir það stakk ég af til að sjá Múgsefjun spila á Organ. Sá þá taka þrjú lög og verð að segja að ég var mjög hrifinn, sennilega vegna þess að ég er mikill Folk Rock aðdáandi. Fannst þeir vera undir sterkum áhrifum frá the decemberists sem skemmir ekki fyrir. Hafi aldrei heyrt um þá fyrren núna fyrir Airwaves en mun eflaust fylgjast betur með þeim í framtíðinni. Næstir á svið á Organ voru Solid Gold. Þeir stóðust allar væntingar sem voru gerðar til þeirra. Mörg af lögunum þeirra voru góð en samt var einsog það hafi vantað loka smiðshöggið á þau. Svalir gaurar sem draga að sér svalar grúppíur. Áður en ég fór heim ákvað ég að gefa The Zuckakis Mondeyano Project (1 DJ og 2 MC-ar) tækifæri. Sá ekki eftir því, aldrei séð eins svartann mann með stráhatt og í sebra v-hálsmáls vesti. Nokkrir góðir taktar frá þeim og ég fór heim með bros á vör.
Wednesday, October 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment