Tuesday, October 23, 2007

Airwaves, part 3

Var mættur snemma í bæinn því það átti ekki að missa af neinu. Kannski aðeins of snemma því þegar ég labbaði inní Hafnarhúsið voru 10 starfsmenn þar inni og enginn annar. Reif því upp dagsskránna og ákvað að finna eitthvað spennandi til að drepa tímann þanngað til að Loney, Dear átti að byrja. Trölti því yfir á Organ þar sem Búdrýgindi áttu að spila. Það voru 12 manns þar inn, þar af 3 starfsmenn og virtist söngvarinn vera of góður til að spila fyrir svona fáa, þeir unnu jú músíktilraunir árið 2002 og eiga því skilið meiri virðingu en þetta. Þeir eru annars fínir hljómfæraspilara og eiga ágætist spretti en þetta er ekki tónlist sem heillar mig mikið og sennilega hafa þeir náð hátindinum með Sigga-la-fó.

Rölti því til baka yfir í Hafnarhúsið og núna voru aðeins fleiri mættir þó ekki eins margir og ég bjóst við. Loney, Dear byrjaði að spila. Fyrsta sem maður tekur eftir er röddin hans sem er alveg ótrúlega sérstök en virðist samt fullkomlega við þessa ballöðu-folk tónlist sem hann semur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hlustaði eitthvað af ráði á hann, þess vegna virkuðu sum lögin kannski svolítið lík, en þau fáu sem ég hafði heyrt áður (saturday waits, I am John) skáru sig úr og hljómuðu mjög vel í Hafnarhúsinu og ekki laust við að maður dillaði sér í takt.
Trentmöller in Conert var næstur á svið. Þessi tónlist er ekki alveg mín, en þarna var hann með techno græjurnar sínar sem Gunni Ewalk myndi slefa yfir og svo með trommara og bassaleikara með sér.




Þetta kom mjög vel út og þau lög sem ég hlustaði á voru töff og náði hann upp ágætis stemmningu. Ákvað hinsvegar að stinga af á miðjum tónleikunum og fara yfir á Gaukinn og sjá Reykjavík! Þetta voru snilldar tónleikar, krafturinn var ógurlegur í þessum strákum og skemmtileg sviðsframkoma. Hápunkti kvöldsins var sennilega náð þegar þeir tóku FlyBus. Deerhoof voru næst á svið. Hef aðeins hlustað á þetta band og þau hafa ekki heillað mig neitt sérstaklega. Það sama var uppi á teningnum þetta kvöld og fór ég því snemma af Gauknum yfir á NASA til að reyna að ná restinni af Motion Boys og Gus Gus. Sá þrjú lög með Motion Boys sem væru sennilega uppáhalds íslenska bandið mitt í dag ef ekki værir fyrir Reykjavík!. Tónlistin þeirra er samt ótrúlega skemmtilega 80's og slagaravæn. Minna mig á blöndum af Wham og the Rapture. Motion Boys voru búnir að ná upp fínni stemmningu þegar að Gus Gus komu á sviði. Þau renndu í gengum allt nýja efnið sitt af Forever og allir hoppuðu kátir og glaðir nema sumir sem stóðu bara og kinkuðu kolli í takt. Eftir að þeir tóku David af Attention var kominn tími til að fara heim eftir gott Airwaves föstudagskvöld.



No comments: