Familjen er eins manns hljómsveit Svíans Johan T Karlsson. Hann er töffari og hefur gefið út eina plötu, Det Snurrar I Min skalle, og eftir tvær umferðir í gegnum plötuna þá var Familjen komin á must see listann fyrir AirWaves. Titillag plötunnar grípur mann strax og verð ég að viðurkenna að ég er búinn að hlusta á það ansi oft og hefur lagið (og myndbandið) fengið flotta dóma og umfjöllun. Platan er hinsvegar miklu meira en þetta eina lag og eru þarna lög sem krefjast meira hlustunar áður en að maður grípur þau. Finnst einsog hann sé svolítið að prófa sig áfram (fer úr einföldu euro popi yfir í hressandi tölvuleikja takta í Det Vet Du), lögin eru skemmtilega ólík og hann virðist alveg komast upp með þessa tilraunastarfssemi og eiga mjög auðvelt með að búa til góða takta. Hann virðist vera að heilla fleiri en mig og var m.a. að hita upp fyrir Ladytron í Ástralíu nýlega. Hann ku koma fram með vini sínum Andreas Tilliander sem hjálpar honum að ýta á takka á sviðinu.
Saturday, October 4, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment