Friday, October 24, 2008

Airwaves, dagur 4

Hélt ég myndi aldrei geta valið á milli Hafnarhússins eða Nasa. Að lokum varð Hafnarhúsið fyrir valinu. Þegar ég mætti voru Dikta að byrja sitt program, voru fínir. Flott band, söngvarinn með ótrúlega rödd. Toppurinn var þegar þeir tóku Breaking the Waves með Gordon Brown á skjánum með Ísland í greipum sér.
Næstir voru Boys in A Band. Hafði aldrei séð þá spila en heyrt gott um þá. Þeir voru fínir, kunna að rokka og eiga merkilega góð lög. Verð þó að setja útá fatasmekk þeirra, þeir eru svo sannarlega frá Færeyjum, en það leyfir þeim ekki að vera jafn ósvalir og The Hives eru svalir.
Næst var komið að CSS. Verð að viðurkenna að ég var með gríðarlegar væntingar fyrir þessa tónleika, kannski óraunhæfar, en þetta var nú einu sinni CSS. Fannst þau fara í gegnum þetta með hálfum hug, þetta var einsog hvert annað gig fyrir þau. það voru þrjú lög (Ayala, Lets make love and listen from above og Music is my hot, hot sex) sem björguðu þessu frá því að vera gríðarleg vonbrigði. Annað var algjör meðalmennska.
Endaði kvöldið á Vampire Weekend. Verð að segja að ég reyndi og reyndi að fíla þetta band og korter í Ariwaves hélt ég að þetta væri að koma. En þrjú lög með þeim á sviði voru nóg til að sannfæra mig um að þetta væri ekki að gera sig, fannst þetta bara leiðinlegt og fór heim, þreyttur en þokkalega sáttur, missti allavega ekki af miklu á Nasa skilst mér, maður hefði sennilega bara átt að vera á Tunglinu.

No comments: