Friday, October 17, 2008

Airwaves dagur 2, hluti 2

Byrjaði kvöldið í Hafnarhúsinu. Var sem betur fer mættur snemma því rétt rúmlega 8 byrjuðu the Mae Shi að spil, um 15 min á undan áætlun. Þessi tónleikar voru fyrsta váið á þessum Airwaves (og vonandi ekki það seinasta). Strákar sem vita alveg hvað þeir eru að gera, spila hrátt rokk og mikil læti í gangi. Voru líka mjög líflegir á sviðinu og leyfðu áhorfendum að vera með. Spiluðu í um 30 mínútur og í þessar 30 mínútur voru þeir besta band í heimi.
Næst var það Florence & the Machine. Þessi stelpa getur svo sannarlega sungið og tónlistin alveg hin hressasta. Þjóðlagaskotið popp rokk ef ég á að skilgreina þetta (hraðari lögin minntu mig á sons and daughters).

Fuck Buttons voru næstir á svið. Því miður þá er nafnið það eina svala við þetta bandi. Full einhæft og endurtekningasamt fyrir minn smekk, ekki mikið að gerast. Fannst einsog öll lögin væru e-ð sem væri kennt í raftónlist 101.

Svo var komið að GusGus. Þeir eru alltaf jafn svalir og komast einhvern veginn upp með allt. Voru flottir og skemmtilegir en stemmingin var samt einhvern vegin ekki alveg jafn brjáluð og maður hefði viljað, m.v. Gusgus a.m.k.

Ákvað að stinga af í seinasta laginu þeirra og fara yfir á Tunglið til að sjá FM Belfast sem ég hafði aldrei sé spila áður. Þau eru hress og með ótrúlega töff sviðsframkomu og nærveru. Skemmtilegur endir á skemmtilegu kvöldi.

No comments: