Friday, October 31, 2008

Phosphorescent

Phosphorescent er einsmansband, skipað Mathew Houck. Hann kemur frá Ameríku og semur fallega tónlist. Hef bara hlustað á eina af plötunum hans; Pride sem kom út árið 2007 og verð hreinlega að gefa þessu tvo þumla. Fólk er að bera hann saman við Bob Dylan (nei), Netural Milk Hotel (nei) og Will Oldham (já). Hann er meðal annars að leika sér með strengi, munnhörpu, raddir (þó ekki á sama hátt og hinir sykursætu Fleet Foxes, hér er meira drama og drungi), píanó og tekst að búa til seiðandi ballöður úr þessu öllu saman. Hérna er hann einn með gítar með lagið Wolves af Pride:

No comments: