Thursday, October 16, 2008
Airwaves dagur 1
Sökum tíma- og skipulagsleysi (og svo voru gömul Airwaves raðirnar mættar fyrir utan Tunglið þegar að Hjaltalín var að spila þar) sá ég bara eitt banda fyrsta kvöldið á Airwaves. Fór á Hressó og horfði á Mammút. Þau sigruðu Músíktilraunir 2004, fyrir heilum 4 árum síðan. Því er í raun skammarlegt að segja frá því að þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá þau spila. Stóðu sig vel, þó svo að Hressó sé örugglega versti tónleikastaður sem ég farið á og hljóðið þarna inn engan veginn nógu gott. Tók lögin þrjú sem hafa verið í spilun af nýju plötunni í bland við lög sem ég hafi ekki heyrt áður. Allt saman fjölbreytileg lög og flottar fléttur sem halda manni á tánum og grípa mann strax við fyrstu hlustun. Í raun mjög góð byrjun á Airwaves 2008.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment