Sunday, October 19, 2008

Airwaves, dagur 3

Föstudagurinn hófst á Organ. Sá Dýrðina spila þar, bandið sem Pitchfork hélt ekki vatni yfir í fyrra. Voru að gera ágætist mót, sjö á sviðinu, þar af tvær söngkonur sem gerði svolítið mikið fyrir bandið. Trommari var ótrúlega flottur. Fór því næst uppá 22 að sjá Yagya spila. Skemmtileg tilbreyting frá rokki & DJ setum seinustu daga. Ætla ekki einu sinni að reyna að skilgreina tónlistina sem hann spilar en þetta var mjög töff hjá honum, flottir taktar og loopur. Því næst var stefnan sett á Tunglið þar sem ég ætlaði að ná Familjen. Þegar ég er búinn að standa í mjög leiðinlegri Airwaves röð í meira en 10 mínútur og loksins að komast inn, kemur einn af Airwaves gaurunum og röflar e-ð um breytta dagskrá og hendir veggspjaldi uppá vegg. Þá var búið að færa Familjen til 00:00 og eyðilagði þetta svolítið kvöldið. Ákvað þarna að fara bara á Nasa og ná Retro Stefson. Húsið var nánast tómt þegar ég mætti á svæðið en um leið og þau byrjuðu að spila fór að bætast í hópinn og fljótlega var húsið smekkfullt. Retro Stefson voru ótrúlega góð, skemmtilega tónlist þar sem ægir saman stefnum úr öllum áttum og myndar skemmtilega heild. Eiginlega ótrúlegt að svona ungir krakkar geti samið svona vandaða tónlist. Næstir á sviðið á Nasa voru These New Puritans. Þarna var mættur á svæðið lélegasti og leiðinlegasti söngvari sem ég hef séð síðan ég sá söngvara The Teenagers syngja "Fuck Nicole" á seinustu Airwaves. Ég er nú yfirleitt mjög umburðalyndur gagnvart söngvurnum sem eru með öðruvísi/léglega rödd en þetta var slæmt. Taktanir hjá þeim voru í mörgum tilfellum mjög flottir og trommarinn flottur og þéttur. Löginn byrjuðu flest vel en náðu sér aldrei almennilega á flug og brotlentu svo um leið og söngvarinn opnaði munninn. Fór út í seinasta laginu og labbaði inní Hafnarhúsið og sá Munich taka eitt lag (skil ekki hvað er varið í þetta band) og keypti bjór í nesti fyrir röðina á Tunglinu.
Beið þar í röð í nákvæmlega 55 mínútur, fékk að heyra góðan part af settinu hjá Familjen þar og snerta rassinn á Kanada manni. Þegar ég loksins komst inn var Gus Gus með DJ set í gangi. Mun þéttari pakki í gangi þarna en á fimmtudeginum í Hafnarhúsinu. Náðu upp góðri stemmningu.
Næst var komið að Simian Mobil Disco (DJ set). Þetta var ágætis DJ sett en ekki mikið meira en það. Spilaði loopur af geisladiskum sem fengu mann til að dansa en ég hefði vilja (og bjóst við) sjá e-ð af SMD lögunum þarna.
Hápunktur kvöldisins: Retro Stefson.

No comments: